JP

 
   miðvikudagur, október 10, 2007  

Líkamsárás í Laugarnesinu

hvað er málið? Og þetta gerist beint fyrir utan dyrnar hjá manni (og þá meina ég bókstaflega)! Maður spáir kannski aldrei neitt mikið í þessar fréttir, en þegar þetta kemur fyrir vini manns þá fær það mann til að hugsa... Ég vona að þessir árásarmenn verði flengdir og steiktir á teini...

   [ posted  @ 01:13 ] [ ]



   mánudagur, október 08, 2007  

Hvað er málið með að það þurfi allt að gerast á sama tíma??? Öll verkefni í skólanum, októberfest, airwaves, vinna.... Það er greinilegt að enginn hefur samúð með námsmönnum!

   [ posted  @ 15:42 ] [ ]



   miðvikudagur, janúar 17, 2007  

Jæja.... er ekki spurning um að fara að endurvekja þessa síðu??? Er allavegana búinn að vera í góðri pásu síðan í nóvember og langar kannski að fara að byrja á þessari vitleysu aftur. Það er búið að vera nóg að gera (sem er bara fínt) og allt gengið upp. Prófin gengu bara ágætlega, miðað við það að ég gerði ekkert yfir veturinn. Ætla samt að massa þetta helvíti núna á þessari önn, fyrst að maður er nú kannski að fara að útskrifast í vor með BS-gráðuna. Svo er ég líka jafnvel að fara að vinna að rannsóknarverkefni niðri í Haga, þar sem verið er að athuga með húðlyf. Frekar kreisí kúl það!

Allavegana... nenni nú ekki að segja of mikið núna. Ætla bara að vera duglegri við þetta núna í framtíðinni... JP

   [ posted  @ 15:21 ] [ ]



   fimmtudagur, nóvember 23, 2006  

Er málið að skella sér á Brian Jonestown Massacre? Væri allavegana feitt til í það! Það er bara spurning um tíma og pening. Þessa stundina á ég ekkert sérlega mikið af því tvennu. Þetta er samt once-in-a-lifetime dæmi. Spurning um að velta þessu aðeins betur fyrir sér. Efast um að það verði uppselt alveg strax.....

Annars er það að frétta þessa dagana að ég er orðinn hooked á þáttum sem heita "Heroes". Magnaðir þættir alveg hreint. Kannski ekki alveg fyrir alla. Þeir sem fíla Lost ættu endilega að tékka á þessu. Fólk ætti ekki að verða fyrir vonbrigðum.

Það er ágætt að maður eigi tölvu þessa dagana. Hún hjálpar mér algjörlega í gegnum þennan prófatíma. Hún er orðin besta útvarpsstöð og sjónvarpsstöð í heimi, þökk sé hinu blessaða háskólaneti. Veit varla hvað ég myndi gera án þess!?! Samt spurning um að athuga það líka að hún er samt líka mesti tímaþjófur í heimi.....

   [ posted  @ 14:15 ] [ ]



   miðvikudagur, nóvember 15, 2006  

Prófalestur....... Hver kannast ekki við það!?! Núna er allt að skella á hérna hjá mér í Lyfjafræðinn. Það þýðir að Haga-geðveikin byrjar og þeir sem umgangast mig fara að taka eftir því að húmorinn minn verður sífellt súrari með hverjum deginum. Ég mæli með að fólk tali ekki við mig nema að það virkilega þurfi þess. Annars gæti ég auðveldlega skemmt þá einstaklinga á sálinni með nokkrum orðum....... Þetta er algjörlega á ykkar eigin ábyrgð!

Sjitt...... já ég er svolítið latur þessa dagana. Hef ekki nennt að skrifa síðan ég kom frá Köben. Svona er bara lífið. Stundum er maður latur og stundum duglegur. Aðallega latur samt. Held að ef ég mætti velja mér eitt dýr til að vera, þá yrði það letidýr! :) Ætli það sé hægt að koma því einhvernveginn í kring????

   [ posted  @ 22:29 ] [ ]



   mánudagur, október 30, 2006  

Úfff..... þessi helgi! Og reyndar sú síðast líka.... Fór þá á Airwaves. Djöfull var það feitt!!! Ætla bókað aftur á næsta ári, jafnvel þó að veskið leyfi það kannski ekki. Bitnar reyndar kannski aðeins á skólanum, en hey...... you only live once. Best að gera allt sem manni finnst gaman meðan maður er ennþá ungur.

Var í afmæli hjá Gunna í gær. Það var frekar næs, bara svona róleg stemning (fyrir utan gaurana í eldhúspartýinu, sem ég hef ekki hugmynd um hverjir voru). Og að sjálfsögðu var bærinn tekinn á þetta. Hvað annað!?! Ekkert nýtt þar....

Heyrði reyndar af massa undarlegu dæmi sem gerðist á Kofanum í gær. Það setti víst einhver mace í loftræstikerfið þar, svo fólk var alveg frekar fokkt á því. Sveið í augun, átti erfitt með að anda og allt það. Hverjum dettur svona í hug!?! Þetta er náttúrlega alveg fáránlegt. Feginn að hafa bara haldið mig á 11-unni í gær.....

Hlýtur líka að hafa verið fullt tungl í gær, því það var meira af svona leiðinlegu dæmi að gerast í gær. Arnar lent í einhverjum gaurum sem víst slógu hann í rot. Hvað er að fólki? Sunir eru greinilega bara hálfvitar. Lítið sem maður getur gert í því.....

   [ posted  @ 00:15 ] [ ]



   sunnudagur, október 15, 2006  

Hef velt svolitlu fyrir mér upp á síðkastið. Ég hef aldrei lent einhverju svona major náttúruhamfara dæmi. Ekki það að ég sé eitthvað að óska eftir því, en ég hef heldur aldrei verið nálægt einhverju slíku. Það er kannski kosturinn við að búa í Reykjavík.

Á einmitt 2 vini sem búa núna í Ástralíu, nánar tiltekið Tazmaníu. Það eru búnir að vera massívir skógareldar í gangi þar og hafa strákarnir (Tóti og Vignir) stundum ekki getað farið heim til sín vegna eldhættu. Finnst þetta vera eitthvað svo ógeðslega óraunverulegt og fjarlægt. Maður trúir þessu varla. Hitti einmitt Vigni á msn á föstudaginn og þá tók hann mynd fyrir mig út um gluggann hjá sér til að sýna mér ástandið.
Þetta er ekkert smá dæmi maður. Stundum er maður hálf feginn á búa hérna á klakanum.....

   [ posted  @ 16:21 ] [ ]



   þriðjudagur, október 10, 2006  

Já, nú er ég algjörlega búinn á því á lífi og sál. Kominn þriðjudagur og helgin að baki. Þetta var fín helgi, en maður er alveg massa þreyttur þessa stundina. Núna verður maður bara að reyna að sofa svolítið og hlaða batterýin fyrir októberfest HÍ sem er á fimmtudag og föstudag. Ætli meður verði ekki bara að kaupa skeggið að þessu sinni. Gerði heiðarlega tilraun til að safna, en hún kom einhvernvegin svona út (með litun). Held ég hefði litið út eins og asni ef ég hefði mætt svona í skólann.

Ætla nú að skrifa smá ferðasögu um helgina og reyna að rifja upp alla atburðina sem áttu sér stað. Það er ágætt að það voru teknar fullt af myndum, það hressir svo sannarlega upp á minnið.

Allavegana, þá var lagt af stað á föstudaginn uppúr 7 með smá viðkoma á KFC (kambodian fried children) í mosó! Það er víst alveg nauðsynlegt til að fá smá orku fyrir kvöldið. Ég hafði reyndar verið í vísindaferð frá klukkan 5 og var því búinn að fá mér nokkra bjóra. Það var bara fínt upp á aksturinn því áður en ég vissi af voru ég, Óli og Addi bara mættir í bústaðinn. Það var reyndar eitt frekar skítt þarna fyrsta kvöldið, og það var að það hafði sprungið heitavatnsrör úti á Grundartanga, og það kom því ekkert heitt vatn í pottinn! En hey, hvenær hafur l-town látið það á sig fá. Við fórum bara samt í pottinn. Hann var reyndar orðinn alveg f****** kaldur þarna undir lokin. Þannig að við drifum okkur bara inn og fengum okkur smá áfengi til að hita okkur upp. Reyndar var það greinilegt að fólk var orðið eitthvað þreytt (nema ég, Addi og Linda). Það virtust allir bara “sofna” þegar leið á kvöldið. Óli var víst fyrstur til að starta því trendi. Ætli drykkur sem byrjar á A hafi ekki átt einhvern þátt í því? Linda beilaði samt á okkur Adda eitthvað uppúr 5 en þá ákváðum við að fara í pottinn. Þá var víst heita vatnið komið á, og eiginlega einum of. Potturinn var rugl heitur. Kannski eitthvða um 45¨C (bara hreinlega man það ekki). Allavegana miðað við lætin í okkur þegar við vorum að reyna að fara ofan í hann þá gæti ég alveg trúað þessu hitastigi. Er reyndar mjög hissa á að hinir hafi ekki vaknað við lætin í okkur þarna. Þrjóskuðumst í einhvern tíma til að vera í pottinum og komum okkur inn eitthvað uppúr 7.. sofnuðum svo bara á stofugólfinu við mjög “spes” tónlist. Fengum samt ekki að sofa lengi því hinir vöknuðu fljótlega eftir að við sofnuðum og þurftu endilega að vekja okkur. Það var semsagt lítið sofið þessa nóttina.

Laugardagur: Lítill svefn orsakaði það að maður var svona semi-ferskur framan af dagi. Spiluðum smá Monopoly sem Bjarki rústaði með yfirburðum og kíktum svo á bústaðinn hennar Lindu. Massa partý bústaður þar á ferð. Kvöldið var svo massívt að vanda. Við sem höfðum eitthvað smá skegg á okkur reyndum að raka á okkur mottur, en Bjarki virtist nú koma þar út sem sigurvegari líka. Enduðum bara á því að láta Kollu lita ofan í þetta litla sem við höfðum. Litum víst út eins og fávitar. Verðið eiginlega bara að sjá myndirnar til að átta ykkur á þessu. Á þessu kvöldi flugu fleygar setningar eins og “kreist’ann á mér” og “Taktu mig eins og þú tekur mömmu þína, Andri”. Já, fólk vissi greinilega ekki alveg hvað það var að segja stundum. Nenni nú varla að skrifa meiram, því ég býst líka við að fólk sé löngu búið að gefast upp á þessari grein. Ætla bara að henda inn myndunum, þær segja meira en 1000 orð...

Myndirnar má einmitt sjá hér. Tímaröðin ruglaðist reyndar á einhverjum þeirra, en þetta ætti nú samt að vera í lagi held ég.

   [ posted  @ 23:18 ] [ ]



   föstudagur, október 06, 2006  

Skellti mér á Pöbbquiz í gær með Hjalta. Hef nú ekki séð þann mann lengi, hitti hann held ég seinast á Vega í DK þegar ég var þar með TM og Hildi. Við tókum nokkra bjóra og reyndum hvað við gátum að svara einhverju af þessu. Þemað var hljómsveitin Sigur Rós. Ég hélt nú að ég vissi lítið um það band (og Hjalti var viss um að hann vissi kláralega ekki neitt), en samt tókst okkur að krafla út 13 stig! Það er ekki svo slæmt, því sigurvegarar kvöldsins, Stígur og Dagný, voru með 19 stig. Samt lítum við á okkur sem hina eiginlegu seigurvegara því að við vorum þeir einsu sem gátu svarað bjórspurningunni rétt (og það er nú eina spurningin sem skiptir máli að mínu mati)! Spurningin var svohljóðandi:

"Hversu stórt í ferkílómetrum er Svartfjallaland"? "Skekkjumörk 5000 ferkílómetrar".

Ég ákvað að reyna að nota þetta helvítis nám til einhvers góðs, og ákvað því að gefa mér þá forsendu að skekkjumörkin væru 5% (sem þau eru nú oft). Við ákváðum því að skjóta á 100.000 ferkílómetra. Og viti menn, það var rétt! Loksins að þetta nám nýtist í eitthvað...
Reyndar benti Stígur mér á villu í spurningunni eftir á, því í raun var verið að spyrja um Serbíu og Svartfjallaland. Ef það hefði bara verið að spyrja um Svartfjallaland, þá hefði svarið verið 14.000 ferkílómetrar. En hey, fuck it..... fékk bjórinn!

Svo er ég að fara í vísindaferð á eftir í Landsbankann! Verð þar milli 5 og 7, og svo kemur Andri og pikkar mig upp og við rennum upp í Hvalfjörð í bústaðinn. Þetta á eftir að verða massív helgi, ég finn það einhvernvegin á mér.....

   [ posted  @ 12:11 ] [ ]



   miðvikudagur, október 04, 2006  

Djöfull getur tíminn liðið hratt! Finnst helgin rétt vera búin þegar sú næsta er komin.... Líst ekki á þetta. Áður en ég veit af, þá eru bara prófin komin og svo bara nýtt ár.

Er núna búinn að reyna að vera duglegur við að læra síðustu daga. Var t.d. uppi í skóla til rúmlega 11 í gærkvöldi. Er að reyna að vinna mér í haginn, því um næstu helgi er stefnan tekin á bústað í Hvalfirðinum með vitleysingunum úr laugarnesinu. Held að það verði feit ferð, allavegana ætla ég að mæta vel "útbúinn". Vona bara að sem flestir mæti...

Síðasta helgi var samt mjög góð. Fór í vísindaferð á föstudaginn og svo í póker/bæjarferð á laugardaginn! Er samt ennþá hálf-þreyttur eftir helgina vegna allra átakan á dansgólfi 11-unnar á laugardaginn. Ég og Bassi áttum klárlega pleisið! En Bassi..... þú varst nú eitthvað að ruglast á henni Sunnevu og súlunni við barinn þarna á tímabili. Það er ágætt að þú átt svona skilningsríka kærustu....

Svo styttist nú allt í að Októberfest háskólans skelli á. Er að velta fyrir mér að reyna að safna í smá "mottu". Er nú samt ekkert sérlega bjartsýnn á það, því maður er nú soddan taðskegglingur. Ætli maður eigi nú ekki bara eftir að líta út eins og asni! En hey.... hvað leggur maður nú ekki á sig til að líta út eins og Þjóðverji! Hefði kannski átt að spá í þessu fyrr og fá mér Mullet líka..... eeehhhhhh......neeeeeeehhhhh!

Jæja það gleður mig líka að sjá að systir mín (tölvufatlaður naggur sem býr í DK) er orðinn áskrifandi af þessum skrifum mínum. Þetta verður kannski til að fá hana til að vera virkari á netinu í framtíðinni. Held að hún hafi ekki loggað sig inn á msn í amk eitt ár. Hildur, ef þú lest þetta, taktu þetta þá til þín! :)

Jæja..... ætla að fara að stoppa í bili.... gæti verið að ég hendi inn einni færslu áður en ég fer í bústaðinn... En það kemur allavegana skýrsla um ferðin strax eftir helgi, og þá fá myndir að fylgja með...

JP kveður að sinni...

   [ posted  @ 22:04 ] [ ]



   sunnudagur, september 24, 2006  

Þá er helgin bara öll, og ég er ekki frá því að ég sé feginn að það sé skóli á morgun.... Var reyndar fín helgi en það er ágætt að það sé komin ný vika og svo hægt sé að hlaða batterýin...

Föstudagurinn var góður, hjálpaði Hlyni í vinnunni og skellti mér svo að hitta Adda í bænum. Addi var nú orðinn frekar góður á því þegar ég hitti á hann um 10 leytið. Hann var að koma úr vísindaferð hjá Landsvirkjun með Jarðfræðinni. En hann var nú ekki verstur. Held að Kiddi eigi nú þann titil. Djöfull var hann erfiður og "góður" á því..... Hann átti nú gott session á Quiznos, þó ég fari ekkert nánar út í það. Addi, þú veist hvað ég er að tala um! :) Skildum hann svo eftir á Rosenberg (veit ekki afhverju hann fór þangað inn, en við nenntum ekki að eltast við hann). Við fórum nú bara á Barinn eins og að vanda. Hittum nóg að góðu fólki, þá m.a. Baldur H. og Björn Halldór (kemur á óvart... eða ekki!), Sunnu og að sjálfsögðu Deluxinn (Mr. Bling-bling) sjálfan. Þetta var nú gott kvöld, en ákvað að enda það frekar snemma, svona vegna þess að það er nóg að gera hjá mér hérna heima í íbúðinni og svo náttúrulega lærdómurinn. Já, maður getur víst ekki gert allt....

Laugardagurinn fór svo í húsgagnakaup og playstation-kvöld hjá okkur strákunum. Höfum ekki gert það síðan.... já, síðan bara í laugalæk held ég. Takk Óli og Addi fyrir hjálpina í IKEA!

Reyndar lenti ég í einu af því óþægilegast "djóki" ævi minnar á Laugardaginn. Gísli, Danni frændi, Biggi Guðjóns og nokkrir fleiri ákváðu að fokka svolítið í mér, svo fari nú ekki nánar út í ástæðuna. Get samt sagt að það fól í sér hótun um íkveikju á íbúðinni og fleira. Var alveg í sjokki eftir símtalið frá þeim. Verð samt að segja að þetta var svolítið dirty og fyrir neðan beltis-stað fannst mér. En Biggi, ef þú lest þetta þá færð þú mikið "props" fyrir að hafa náð gaurnum alveg lygilega vel. Var alveg að kaupa þetta. Ég myrði ykkur samt ef þið "púllið" eitthvað svona aftur....!!!!!

Er samt bara búinn að hafa það rólegt í dag, fara í fótbolta og svona. Hefði kannski getað verið duglegri fyrir framan bækurnar, en svona er þetta bara. Náði nú samt alveg að gera það sem ég ætlaði mér. Svo er það bara að búa sig undir vísindaferð í Lyf og heilsu á föstudag. Get ekki beðið eftir fyrstu vísindaferð vetrarins. Vona að þær verði nú margar þetta árið!

Það var nú engin setning helgarinnar í þetta skiptið, svo ég ætla bara að skrifa um atvik sem ég lenti í í vikunni í verklegu. Ég var í verklegu í Lyfjagerðarfræði á þriðjudaginn með Palla og við vorum að massa einhverjar fleytur og dreifur. Þá labbar kennarinn (sem by-the-way er frekar góður gaur) að mér og spyr: "Heyrðu, er þú ekki alltaf í rokkinu?". Ég var eins og spurningarmerki, en svaraði þó: "Jújú, að sjálfsögðu!". Svo snerust umræðurnar aðeins um það, og svo ekkert meira. Svo í lok tímans segir hann aftur: "Stationwagon, ha!?! Gott band!". Og ég bara: "HA!?!". Hann bara: "Jájá, svona sérstakt nafn, auðvitað tékkar maður á því." Ég spurði bara hvernig í andskotanum hann vissi um bandið. Það er ekki eins og við höfum eitthvað verið að spila á tónleikum. Þá kom í ljós að hann er gaurinn sem rekur og sér um síðuna rokk.is. skemmtileg tilviljun... Svona er Ísland skuggalega lítið land!

Jæja, ætla nú að reyna að fara að sofa svo ég geti hitt Palla klukkan 8 í fyrramálið. Þangað til næst, kveðja JP....

   [ posted  @ 23:37 ] [ ]



   föstudagur, september 22, 2006  

Jájájájájá....... Var að klára að horfa á 16. þátt í 2. seríu af House áðan. Frekar feit sería finnst mér. Held að það sé ekki byrjað að sýna hana hérna. Skil það ekki alveg, það eru komnir a.m.k. 2 þættir úr 3. seríu úti. Skrýtið.....

Annars var helgin nokkuð góð. Reyndar fyrir utan það að bíllinn minn bilaði. Aldrei gaman þegar það gerist. Hann fékk því að vera heima hjá Adda um helgina, og ég þurfti að labba. Stofan er svo gott sem ready, vantar bara nokkur húsgögn inn og svo get ég byrjað á eldhúsinu. Vantar jafnvel eins og einn færna lakkara með mér í það. Spurning hvort Hlynur hafi lítið að gera á næstunni?
Föstudagurinn fór í nýnemakvld Tinktúru (félag lyfjafræðinema). Það var frekar feitt, nema þegar ég komst að því hvað Viktor var virkilega að meina með að skrifa "stjörnustrákur" á skiltið mitt. Viktor, þú ert..... fáv... nei, ok fínn gaur! Laugardagurinn fór svo í að kveðja Omma. Hann átti samt að vera mjög rólegur, en fólk veit hvernig Ommi er. Við skildum við hann á Laugaveginum um klukkan 4 um nóttina, og þá voru 3 tímar í flug hjá honum. Á leiðinn heim/út á völl kom líka víst við hjá Óla á K-kránni til að fá sér meiri bjór! Skil ekki hvernig hann gat náð þessu flugi. Ommi, ef þú lest þetta, ertu viss um að þú sért í Barcelona, en ekki bara enhverstaðar týndur!?! Kæmi mér allavegana ekkert á óvart....

Skólinn er núna að fara af stað hjá mér loksins. Var niðri í Haga í dag til klukkan 6 að læra. Fannst eins og ég væri farinn að byrja í prófum. Sérstaklega af því að við skiluðum inn tillögu að próftöflu fyrir okkur um jólin. Djöfull er tíminn víst fljótur að líða.... Áður en ég veit af, að þá er ég útskrifaður! Væri ég til í það!!!! Ha!?!

Ætla nú samt að reyna að ná einhverjum svefni í nótt, svona til tilbreytingar. Hvernig væri það?
Ætla því að klikka út á setningu helgarinnar. Hún krefst samt smá útskýringar. Gæti vel verið að fólki finnist þetta ekkert svo fyndið, en þá má láta á það reyna. Kannski var þetta bara svona "had to be there" moment....

Allavegana, þá sótti Óli mig og Adda á laugardaginn á leiðinni heim úr vinnunni. Addi heyrir víst í einni "vinkonu" sinni sem hann er búinn að þekkja í stuttan tíma. Hann ákveður að heyra í henni á leiðinni heim, svona af því bara (ég veit reyndar ekki afhverju í andsk....). Allavegana, þá er samtalið svona frekar skrýtið, því Addi vekur hana og er eins og hann er (þið sem þekkið hann vitið hvernig). Hann talar við hana í smátíma og áttar sig svo á því að hún er hálfsofandi í símanum (I wonder why...). Hann kveður hana þess vegna og endar símtalið á þessum undarlegu orðum, án þess að átta sig á því: "Bið að heilsa mömmu þinni!"

Ég og Óli horfðum og hvorn annan og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Við hlógum svo mikið að ég var farinn að skila út nokkrum lítrum af vatni úr augunum. Þegar Addi fattaði hvað hann hafði gert kom smá kjánahrollur, og svo bara hlátur í uþb 10 mín. Já, það vantar hér til útskýringar að hann hefur aldrei hitt mömmu hennar (kannski sem betur fer). Allavegana, þá hafið þið það. Gæti hafa verið frekar tilgangslaust að skrifa þetta, en þetta stendur víst eftir í hausnum mínum sem setning helgarinnar....

Þangað til næst, og þá fljótlega (ég lofa)....... JP

   [ posted  @ 00:22 ] [ ]


[=MySpace=]

 

[=Bloggarar=]
Addi
Arngrímur
Atli
Ásgeir
Bassi
Biggi
Birta
Olíufurstinn
Brynja P
Drífa
Eva
Ernir
Finnur
Gísli
Gummi
Gunni (The Mott)
Hjörtur
Kári
Kristín Ella
Laugarneshyskið
Linda
Lyfjafræðiskvísur
Magga
Olla
Ommi
Orri og Bryndís
Óskar
Ragnar Ingi
Sandra
Sigpons
Smári
Sólveig
Stelpurnar
Tóti
Unnur Birna (UB)
Þorkell
[=
Gamalt=]
10/01/2003 - 11/01/2003 11/01/2003 - 12/01/2003 01/01/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 03/01/2004 04/01/2004 - 05/01/2004 05/01/2004 - 06/01/2004 07/01/2004 - 08/01/2004 08/01/2004 - 09/01/2004 09/01/2004 - 10/01/2004 10/01/2004 - 11/01/2004 11/01/2004 - 12/01/2004 12/01/2004 - 01/01/2005 01/01/2005 - 02/01/2005 02/01/2005 - 03/01/2005 03/01/2005 - 04/01/2005 04/01/2005 - 05/01/2005 05/01/2005 - 06/01/2005 08/01/2005 - 09/01/2005 09/01/2005 - 10/01/2005 10/01/2005 - 11/01/2005 11/01/2005 - 12/01/2005 12/01/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 02/01/2006 02/01/2006 - 03/01/2006 03/01/2006 - 04/01/2006 06/01/2006 - 07/01/2006 07/01/2006 - 08/01/2006 08/01/2006 - 09/01/2006 09/01/2006 - 10/01/2006 10/01/2006 - 11/01/2006 11/01/2006 - 12/01/2006 01/01/2007 - 02/01/2007 10/01/2007 - 11/01/2007


[=Creditlisti=]